04. desember. 2009 11:05
Þriðjudaginn 8. desember heldur hin ástsæla söngkona, Sigríður Beinteinsdóttir, tónleika í Borgarneskirkju klukkan 20:00. Á tónleikunum syngur Sigga falleg jólalög, klassískar perlur í bland við ný lög af diskinum Jólalögin mín. Með henni verða þeir Grétar Örvarsson á flygil og Matthías Stefánsson sem spilar á gítar og fiðlu. Miðaverð er 2.900 krónur og verða miðar seldir við innganginn.