Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. desember. 2009 02:36

MS styrkir hjálparsamtök um 2,5 milljónir

Mjólkursamsalan, sem er í eigu 700 bændafjölskyldna um land allt, hefur gefið matvæladreifingu á vegum Mæðrastyrksnefndar, Hjálparstarfs kirkjunnar og Reykjavíkurdeildar Rauða krossins tvær og hálfa milljón króna. Þessi félagasamtök sameinast um jólaaðstoð fyrir heimili sem líða skort. Að sögn hjálparsamtakanna er vaxandi þörf fyrir slíka aðstoð í því erfiða árferði sem nú er. Áætlað er að um 3500 fjölskyldur muni leita aðstoðar samtakanna í ár sem er um 30% aukning frá fyrra ári. Stór hópur mun vera að koma í fyrsta sinn og því verða þetta þung skref fyrir marga.  Mjólkursamsalan óskar í fréttatilkynningu hjálparsamtökunum velfarnaðar við þau verkefni sem bíða þeirra fyrir jólin.

Á myndinni er Jónas Þórir Þórisson framkvændastjóri Hjálparstarfs Krirkjunnar og Ragnhildur G. Guðmundsdóttir form. Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur í hópi nokkurra starfsmanna í mjólkurvörudreifingu MS.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is