06. desember. 2009 12:33
Í dag, sunnudaginn 6. desember fagnar Síminn 10 ára afmæli ADSL tenginganna hér á landi. Í gegnum tíðina hefur starfsfólk þjónustuvers Símans fengið ýmsar óvenjulegar spurningar frá viðskiptavinum. Eitthvað af þeim hefur verið sagt frá áður, en við látum nokkrar þeirra flakka engu að síður:
1. “Ég er að flytja frá Akureyri til Reykjavíkur í eitt ár. Er hægt að flytja gsm númerið með sér til Reykjavíkur, eða þarf ég að fá mér nýtt númer?”
2. “Nei, nei. Þetta er eitthvað bilað hjá ykkur. Ég er búinn að hafa þetta símtæki í 40 ár, og hann fer nú varla að bila úr þessu!”
3. “Ég er að fara til USA á morgun og ætla að taka GSM símann minn með. Þarf ég að taka hleðslutækið með mér líka?”
4. “Þegar maður er staddur í útlöndum, og hringir heim, þarf maður að setja 354 fyrir framan. En hvað þarf maður að setja fyrir framan þegar maður er að senda tölvupóst erlendis frá?”
5. “Ég er með breiðvarpið, og horfi mest á spænsku stöðina. Hún er svarthvít hjá mér, og ég er að horfa á matreiðsluþátt. Veistu nokkuð litinn á kökunni sem er á skjánum núna?”
6. “Hvað á þetta að þýða að loka símanum. Ég gerði allt upp hjá ykkur fyrir nokkrum mánuðum síðan.”
7. “Ég var að pæla í að gefa stráknum mínum LSD. Getið þið reddað því fyrir mig? (ADSL)”
8. Ég stillti GSM símann minn á þýsku, en þegar ég sendi þýskri vinkonu minni SMS, fær hún þau bara á íslensku!”