Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. desember. 2009 02:57

Framkvæmdir að hefjast á ný við vatnsverksmiðjuna

Framkvæmdir eru hafnar að nýju við vatnsátöppunar-verksmiðjuna í Rifi. Fyrir helgina byrjaði undirbúningur við að reisa húsið og sú vinna mun fara á fullt næstu dagana. Framkvæmdirnar eru búnar að tefjast í ár, í fyrstu sökum þess að einingaefnið í húsið stóðst ekki íslenska staðla og síðan í framhaldinu vegna málefna aðaleigandans Kanadamannsins Ottó Spock. Nú virðist hins vegar ekkert því til fyrirstöðu að verksmiðjuhúsið verði risið í marsmánuði næstkomandi eins og áætlanir í dag gera ráð fyrir.   Sú breyting hefur verið gerð á húsinu að það verður 30 metrum styttri en áformað var og smíði sökkuls var miðuð við. Þessa dagana er einmitt unnið að uppslætti steypts veggjar sem verður í öðrum stafni hússins. Þrátt fyrir þessa minnkun verður verksmiðjuhúsið stórt í sniðum, eða 97 metrar að lengd og 75 metrar á breidd. Leiðandi verktaki við bygginguna verður Steypustöð Þorgeirs Árnasonar í Rifi, en iðnaðarmenn koma víðar af á Snæfellsnesi.

Bygging verksmiðjunnar kemur til með að skapa mikla vinnu fyrir iðnaðar- og verkafólk á Snæfellsnesi, enda byggingartíminn einmitt sá tími sem yfirleitt er lítið að gerast í verklegum framkvæmdum. Stefnt er á að búið verði að koma fyrir vélbúnaði og verksmiðjan verði tilbúin til framleiðslu ekki síðar en á fyrri hluta árs 2012. Eins og áður hefur verið greint frá í Skessuhorni er áætlað að um 30 störf eða þar yfir verði við verksmiðjuna þegar þar að kemur. Vatnið er tilbúið til átöppunar á lóð verksmiðjunnar, en lokið er við lagningu annarrar vatnsleiðslunnar og langt komið með að leggja varalögnina.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is