Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. desember. 2009 01:02

Stykkishólmsbær dæmdur til að greiða skaðabætur

Héraðsdómur Vesturlands hefur dæmt Stykkishólmsbæ til að greiða fyrrverandi fostöðumanni Dvalarheimilis aldraðra í Stykkishólmi 5,8 milljónir í skaðabætur og að auki 800 þúsund krónur í málskostnað. Málið reis vegna uppsagnar fostöðumannsins og ávirðinga sem á hann voru bornar. Benedikt Bogason héraðsdómari metur uppsögnina ólögmæta og byggir þann úrskurð á að ætlaðar ávirðingar hafi ekki verið kannaðar nægjanlega auk þess sem fyrrum forstöðumanni hafi ekki gefist svigrúm til að tjá sig áður en ákvörðun um uppsögn var tekin.

Fyrrum forstöðumaður hóf störf hjá Stykkishólmsbæ í maílok 2001. Það var síðsumars 2008 sem meintar ávirðingar hófust, samkvæmt málsgögnum. Þá hafði bæjarstjóri samband við Landlæknisembættið og tilkynnti að sá grunur hefði vaknað að stefnandi misnotaði lyf og hefði tekið lyf bæði frá heimilinu og íbúum þess. Samkvæmt minnisblaði Landlæknisembættis 10. mars 2009 var bæjarstjóra ráðlagt að leita leiða til að staðfesta grun sinn og bent á að hafa samband við embættið.

 

Hinn 22. september 2008 komu átta starfsmenn dvalarheimilisins til fundar við bæjarstjóra til að kvarta yfir störfum forstöðumannsins. Lýstu starfsmennirnir mikilli vanlíðan vegna langvarandi samstarfsörðugleika við yfirmanninn. Einnig kom fram að starfsmenn töldu sig hafa fundið áfengislykt þegar hann mætti til starfa. Í kjölfar þessa fundar var forstöðumanninum sagt upp störfum. Forstöðumaðurinn, sem er sjúkraliði leitaði réttar síns hjá lögfræðingi síns stéttarfélags, sem mótmælti uppsögninni og málsmeðferð, taldi að ráðningasamningurinn hefði ekki verið sagt upp með þeim hætti sem áskilið væri í lögum.

 

Samkvæmt heimildum Skessuhorns mun bæjarstjórn Stykkishólms, ásamt lögfræðingi bæjarins, fara yfir dóminn og ákveða hvort dómnum verðu áfrýjað.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is