08. desember. 2009 05:42
Karlmaður á fimmtugsaldri lést við sportköfun á milli Hvammsvíkur og Hvítaness í Hvalfirði í dag. Hann hafði orðið viðskila við félaga sinn sem kallaði eftir aðstoð klukkan 15 þegar hann hafði séð félaga sinn hreyfingarlausan í flæðarmálinu. Fjölmennt lið lögreglu, björgunarsveitarmanna og slökkviliðsmanna var kallað út. Þyrla Landhelgisgæslunnar fór einnig á staðinn og var lík mannsins flutt með henni til Reykjavíkur. Tildrög slyssins eru ókunn og er málið í rannsókn.