11. desember. 2009 07:05
“Við eigum bara að klára þetta Icesave mál og fara að horfa fram á við. Það er fullyrt að við eigum fyrir 70-80% af þessum Icesave skuldum. Svo eigum við að nota þessa peninga sem við eigum í lífeyrissjóðunum til að búa til fleiri gjaldeyrisskapandi störf,” segir Bergur Garðarsson, skipstjóri á sæbjúgnabátnum Hannesi Andréssyni frá Grundarfirði, en hann hefur ákveðnar skoðanir á hvað gera skuli hér á landi. Bergur segir sjómenn hafa sínar skoðanir en vegna útiverunnar á sjó eigi þeir oftast erfitt með að koma þeim á framfæri.
Spjallað er við Berg í Skessuhorni vikunnar.