11. desember. 2009 10:01
Búið er að auglýsa deiliskipulag fyrir frístundabyggð í Fossárdal við Ólafsvík. Fossárdalur er í austanverðum útjaðri byggðarinnar í Ólafsvík en þar er vegur upp á Jökulhálsinn. Gunnar Tryggvason á Brimilsvöllum kveðst í grein sem hann ritar í bæjarblaðið Jökul, vera ósáttur við þessar fyrirætlanir. Hann segir þar meðal annars ástæðulaust að hrófla við þessari ósnortnu og grösugu hlíð þar sem nóg sé af öðrum byggingarsvæðum. Nær væri að byrja á því að selja öll þau frístundahús sem standa tóm vítt og breytt um landið.