11. desember. 2009 04:02
Síðastliðið miðvikudagskvöld voru Frostrósir með stórtónleika í félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík. Yfir 500 hundruð gestir mættu til að hlýða á stjörnurnar og er óhætt að segja að tónleikarnir hafi verið stórkostlegir. Þetta er annað árið í röð sem Frostrósir halda tónleika í félagsheimilinu Klifi ásamt barnakór Snæfellsbæjar undir stjórn Veronicu Österhammer. Frostrósahópurinn hafði það á orði eftir tónleikana að Snæfellsbæingar gætu verið stoltir af hinu glæsilega félagsheimili sínu og aðtöðunni þar.