11. desember. 2009 11:47
Veður er nú heldur að ganga niður en þó er enn bálhvasst á veginum við Hafnarfjall í Melasveit. Eins og sést á meðfylgjandi mynd, sem sýnir vindstirk á sjálfvirku veðurstöðinni síðasta sólarhring, þá sló vind í 48 metra á sekúndu um tíuleitið í dag. Á öðrum stöðum er ekki eins hvasst, svo sem á Kjalarnesi og fjallvegum á Snæfellsnesi og Holtavörðuheiði.