Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. desember. 2009 10:21

Þrír menn hætt komnir í Steinholtsá

Þremur ungum mönnum af Akranesi var um klukkan 20 í kvöld bjargað eftir að þeir lentu í hrakningum í Steinholtsá, sem þverar leiðina í Þórsmörk. Mennirnir voru í fremsta bíl nokkurra sem voru á leið í Þórsmörk. Bíllinn festist í ánni en miklir vatnavextir voru í Steinholtsá sökum rigninga. Mennirnir komust á þak bílsins og biðu þar björgunar í slæmu veðri. Þeir voru orðnir nokkuð kaldir og hraktir þegar björgunarsveitarmenn frá Hellu komu á staðinn hálfum öðrum tíma eftir að óhappið varð. Tókst þeim að komast að bílnum í ánni og gátu mennirnir farið yfir á pall björgunarbílsins. Björgunarsveitarmönnum tókst síðan að koma bílnum úr ánni síðar um kvöldið. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út en snúið við þegar ljóst var að björgun mannanna hefði tekist.

Sjá myndir frá Steinholtsá HÉR.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is