Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. desember. 2009 10:38

Gulldeplu landað á Akranesi

Uppsjávarveiðiskip HB-Granda, Ingunn og Faxi, komu til Akraness í nótt með um 400 tonn af gulldeplu hvort skip. Skipin hafa verið þrjá sólarhringa að veiðum og tafði bræla þau um tíma. Björn Almar Sigurjónsson rekstrarstjóri fiskimjölsverksmiðja HB-Granda segir erfitt að eiga við gulldepluna því hún veiðist aðeins í björtu þannig að stuttur tími gefst til veiða í svartasta skammdeginu. Nú eru komin um 3.000 tonn af gulldeplu á land á Akranesi.   Talsverð ólykt fylgir bræðslu á gulldeplunni en Björn Almar segir það ráðast af hversu ferskt hráefnið sé því erfitt sé að kæla farmana. Þó hafi Faxi búnað til krapakælingar og hann reynist vel til kælingar á gulldeplunni. Þriðja uppsjávarveiðiskip HB-Granda, Lundey, er á veiðum og er væntanlegt til Akraness í nótt eða á morgun úr sínum síðasta túr á árinu. Líklegt er að Ingunn fari einn túr í viðbót en óvíst er með Faxa.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is