Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. desember. 2009 08:02

Árbók íslenskra áhugaljósmyndara komin út

Hér er bókin opin á opnu með myndum Tona.
Í dag er tekið gríðarlega mikið magn af ljósmyndum en fáar þeirra rata á prent. Síðastliðinn fimmtudag kom út ljósmyndabókin Ljósár 2009 sem er árbók íslenskra áhugaljósmyndara. Í henni eru nú ljósmyndir eftir 87 áhugaljósmyndara og þar af nokkrir af Vesturlandi. Tveir þeirra eru t.d. fréttaritarar Skessuhorns, þau Þóra Sif Kópsdóttir á Görðum og Björn Anton Einarsson í Búðardal. Útgefandi bókarinnar er Sigurður Jónas Eggertsson en hann er eigandi að vefsíðunni ljósmyndakeppni.is sem hefur það að markmiði að auka áhuga á ljósmyndun, standa fyrir ljósmyndaferðum, sýningum og aðstoða notendur við sjálfsnám í ljósmyndun.   Það er á þessari vefsíðu sem áhugaljósmyndararnir sem eru í þesssari bók bera saman myndir sínar og hittast. Má segja að í bókinni sé brot af því besta sem þessir áhugaljósmyndarar hafa verið að gera sl. ár. Þetta er fimmta árið sem Ljósár kemur út.   

Ekki er prentað stórt upplag af bókinni en hana má nálgast hjá Beco, Nýherja og Sence en allur ágóði af sölu bókarinnar rennur til góðgerðarmála.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is