Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. desember. 2009 02:02

Prestar eru ekki undanþegnir áföllum fremur en aðrir

Eðvarð Ingólfsson prestur á Akranesi hefur komið víða við. Hann hefur samið 15 bækur; unglingabækur og ævisögur, og hann var dagskrárgerðarmaður á Ríkisútvarpinu í sex ár. Einnig var hann ritstjóri barnablaðsins Æskunnar í fimm ár. Hann hóf nám í guðfræði haustið 1989 þá 29 ára gamall og lauk embættisprófi á haustdögum 1995. Fyrst varð hann prestur á Skinnastað í Öxarfirði en tók síðan við yfir fimm þúsund manna söfnuði á Akranesi í árslok 1997. Í jólablaði Skessuhorns er rætt við Eðvarð um uppvaxtarárin vestur á Hellissandi sem mótuðu hann sem rithöfund á ungra aldri. Ekki er einungis að hann þurfi að takast á við erilssamt starf heldur einnig mótlæti í lífinu. Föður sinn missti hann barnungur og móðir hans lést úr heilablóðfalli fyrir tíu árum. Sjálfur missti Eðvarð sjón á öðru auga í fyrra og nú í sumar greindist hann með Parkinsonsjúkdóminn.

“Stundum standa öll spjót á manni í einu og þá finnur maður best hvað það er dýrmætt að eiga góða fjölskyldu. Ég væri ekki hálfur maður án hennar,” segir Eðvarð Ingólfsson.

 

Sjá ítarlegt viðtal við séra Eðvarð í jólablaði Skessuhorns sem kemur út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is