18. desember. 2009 07:04
Fyrsta grínhátíðin hér á landi, Iceland Christmas Comedy Festival 2009, verður haldin dagana 15.-19. desember, meðal annars með viðkomu á Akranesi í kvöld, 18. desember. Grínkvöldið á Akranesi mun fara fram á ensku í Gamla Kaupfélaginu við Kirkjubraut. Þar munu grínarar frá University of Southampton Comedy Society skemmta, en það er grínfélag háskólans í Southamton á Englandi. Félagar munu sýna uppistand, “sketch” grín og spunagrín, ásamt Rökkva Vésteinssyni uppistandara sem verður kynnir kvöldsins.