Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. desember. 2009 02:01

Worm is green tilnefnd til IMA verðlauna

Hljómsveitin Worm Is Green frá Akranesi hefur verið tilnefnd til „Independent Music Awards“ verðlaunanna fyrir plötu sína Glow sem nýverið kom út. Platan er tilnefnd í flokki bestu dans/raf hljómplatna. IMA er nú haldin í níunda sinn og hefur farið vaxandi með hverju ári. Í ár verður sú nýlunda að öll tónlistin sem tilnefnd er verður einvörðungu kynnt á Netinu, þannig að ekki eru eiginlega tónlistarhátíð að ræða.  Worm is grenn er skipuð Akurnesingunum Bjarna Þór og Þorsteini Hannessyni sem leika á trommur og hljómborð og Árna Teit Ásgerissyni sem leikur á forritin og hljómborð. Söngkvona sveitarinnar eru Guðríður Ringsteð úr Borgarnesi. 

Dómnefnd IMA er skipuð ekki óþekktari tónlistarmönnum og fólki af tónlistarsviðinu en Tom Waits, Bettye LaVette, Markus Hopus, Ken Jordan, Anthony DeCurtis og Melinda Newman. Úrslitin verða kunngerð í janúarmánuði. Sigurvegarar hljóta kynningu á sínu efni í heilt ár á vegum IMA.

Auk nýju plötunnar Glow er Worm is green að gefa út röð stuttskífa sem innihalda endurhljómblandanir af öllum lögum hljómplötunnar ásamt b-hliðar lögum. Stuttskífan The Politician EP er nú þegar komin út og sú næsta, Hopeful EP, er væntanleg nú í desember. Worm Is Green er því ein umfangsmesta hljómsveit landsins í útgáfumálum um þessar mundir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is