17. desember. 2009 09:01
Vilborg Davíðsdóttir les úr bók sinni um Auði djúpúðgu í dag, fimmtudaginn 17. desember, klukkan 17 í Amtsbókasafninu, Hafnargötu 7 í Stykkishólmi. Vilborg mun sýna myndir og segja frá sögusviði bókarinnar á Suðureyjum og á Írlandi, ættartöflu Auðar og fjalla um heimildir að baki sögunnar í íslenskum fornritum og írskum annálum. Myndlistasýningin Hrafnaþytur eftir Sólveigu Eddu Vilhjálmsdóttur verður sett upp í bókasafninu á sama tíma. Sólveig Edda hefur haldið fjölda sýninga hérlendis og erlendis. Hún er með B.A. próf í myndlist frá Minnesoda State University í Bandaríkjunum.
–fréttatilk.