Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. desember. 2009 08:02

Kynna stórvirka skógarhöggsvél í Skorradal

Sitkagreniskógarnir á Stálpastöðum í Skorradal eru taldir af þeirri stærðargráðu að hægt sé að nota þar stórvirkar skógarhöggsvélar til grisjunar. Þetta er niðurstaða danska skógarverktakans Peters Laursen sem var hér á landi fyrir stuttu í boði Skógræktar ríkisins. Laursen kom til landsins til að meta hvort komið væri að þeim tímapunkti í íslenskri skógrækt að hægt sé að nota slíkar vélar til að takast á við þau stóru grisjunarverkefni sem framundan eru í þjóðskógum landsins.

Á vef Skógræktar ríkisins segir að mat Peters Laursen sé að hér á landi sé orðin til verðmæt auðlind sem væri fyllilega sambærileg við það sem gerist í Danmörku. Skógrækt ríkisins ákvað í kjölfar komu hans að fá skógarhöggsvél til reynslu hingað til lands og kom vélin þann áttunda þessa mánaðar og er nú komin í Skorradal þar sem á að reyna hana til 21. desember næstkomandi.

Mikill áhugi er á skógarhöggsvélinni enda hafa svo stórvirk tæki aldrei verið notuð í skógum hér á landi en mikil verkefni eru framundan við grisjun. Í dag, fimmtudaginn 17. desember á milli kl. 13 og 16, er áhugafólk boðið velkomið á Stálpastaði en þá ætlar Lars Fredlund stjórnandi vélarinnar að sýna virkni hennar og svara spurningum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is