Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. desember. 2009 09:52

Deilur og leiðindi vegna tölvumála halda áfram

Deilumál og hálfgerð leiðindi tengd tölvumálum Akraneskaupstaðar virðast engan endi ætla að taka. Eftir að hætt var við útboð á þjónustunni bæði á síðasta ári og liðnu sumri og ákveðið að semja við Tölvuþjónustuna Securstore um áframhaldandi þjónustu, kærðu forsvarsmenn Tölvuþjónustunnar Omnis málsmeðferðina til úrskurðarnefndar um útboðsmál. Í lok síðustu viku gerðist það svo að Akraneskaupstaður sagði upp samningi um leigu Microsoft hugbúnaður sem gerður var við Omnis í byrjun þessa árs og átti að gilda til þriggja ára. Halldór Jónsson fjármálastjóri Omnis hefur nú sent öllum bæjarfulltrúum á Akranesi bréf þar sem hann rekur gang mála, m.a. að búið sé að skjalfesta að Securstore gangi inn í þann samning sem verið er að slíta við Omnis.

 

 

Í bréfi sínu til bæjarfulltrúa vitnar Halldór m.a. í samtal sitt við Gísla S. Einarssonar bæjarstjóra vegna málsins. Um er að ræða samning Akraneskaupstaðar við Microsoft um notendaleyfi hugbúnaðar, með Omnis sem söluaðila og Opin kerfi sem dreifingaraðila. Söluverð núverandi leyfis fyrir fyrsta ár samningsins var 1,8 milljón með skatti. „Með þessari gjörð er bæjarfélagið því einungis að skipta um einn aðila þessa þriggja ára samnings, sem telja verður harla óvenjulegt nema til þess séu ríkar efnislegar ástæður,“ segir Halldór í bréfinu og rekur í framhaldinu að ekki hafi borið skugga á þjónustu Omnis við bæinn, engin verðfyrirspurn borist og að sögn bæjarstjóra ekki verið óánægja með þjónustuna þrátt fyrir að ákveðið hefði verið að færa hana til SecurStore. „Beðinn um skýringar á þessari ákvörðun varð fátt um svör, en þó gat hann þess að æskilegt væri „að öll svona þjónusta væri á einum stað,“ segir Halldór Jónsson fjármálastjóri Omnis einnig í bréfi sínu til bæjarfulltrúa á Akranesi.

 

Sveinn var þungorður

Umrætt mál kom til umræðu á bæjarstjórnarfundi þriðjudaginn 15. desember og viðhafði Sveinn Kristinsson bæjarfulltrúi minnihlutans þar býsna stór orð um málsmeðferðina og vinnubrögð bæjarstjóra í málinu. Eftir að Sveinn hafði lokið máli sínu ríkti þögn í bæjarþingsal og tjáði enginn annar bæjarfulltrúi sig um málið. Var þetta undir lok fundarins og má heyra upptöku frá honum á vef Akraneskaupstaðar. Í samtali við blaðamann Skessuhorns í gær sagði Gísli S. Einarsson bæjarstjóri að fyrir liggi samningur við Securstore um 120.000 krónu lægri greiðslur en til Omnis, fyrir umrædda þjónustu. Gísli sagðist vera búinn að ná lækkun um tugi prósenta á ýmissi þjónustu fyrir kaupstaðinn og hingað til hafi bæjarstjórn ekki sett sig á móti því, enda liggi fyrir sérstök samþykkt bæjarstjórnar að hann geri slíkt.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is