19. desember. 2009 08:35
Fimm Snæfellingar eru í U-17 landsliðinu í blaki sem keppir á Norðurlandamótinu í Danmörku núna fyrir jólin, 20.-22. desember. Í blaklandsliðinu eru 12 leikmenn þannig að tæplega helmingur liðsins er af Snæfellsnesi. Fjórir Snæfellinganna eru frá Grundarfirði: Baldur Þór Sigurðsson, Friðfinnur Kristjánsson, Sigurður Helgi Ágústsson og Tómar Weyer. Sá fimmti er úr Snæfellsbæ og heitir Hilmar Leó Antonsson. Allir hafa leikmennirnir spilað með UMFG í 2. deildinni í vetur.