Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. desember. 2009 07:09

Samþykkt að mynda starfshóp um atvinnumál á Akranesi

Á fundi bæjarstjórnar Akraness 15. desember sl. var samþykkt að mynda starfshóp til að vinna að atvinnu- og fjölskyldumálum í bæjarfélaginu. Sveinn Kristinsson bæjarfulltrúi fylgdi tillögunni úr hlaði fyrir hönd minnihluta bæjarstjórnar og Gunnar Sigurðsson forseti lagði til að bæjarráði yrði falin framkvæmd tillögunnar sem samþykkt var einróma á bæjarstjórnarfundinum. Í starfshópinn skulu kjörnir fimm fulltrúar, þrír frá bæjarstjórn og tveir fulltrúar almennra borgara. Meginviðfangsefni hópsins er að benda á leiðir til að efla atvinnu og auka ánægju bæjarbúa með því að setja tímabundið meiri kraft í viðkomandi málefni. Tillagan gerir ráð fyrir að verkefninu verði lagt til fimmtán milljónir króna á fjárhagsáætlun fyrir árið 2010.

Starfshópnum er ætlað að fjalla um atvinnumál á Akranesi í víðu samhengi, bæði tímabundin atvinnuátaksverkefni fyrir ungt fólk og önnur sem ætluð eru til að styrkja atvinnulífið í bænum til langframa. Hópurinn skal starfa með Akranesstofu, Vinnumálastofnun, stjórn ÍA og öðrum aðilum eftir því sem við á, en vinna í umboði bæjarráðs og undir stjórn þess.

Í greinargerð með tillögunni segir að samdráttur í atvinnulífinu komi niður á einstaklingum og fjölskyldum og atvinnuleysi breyti högum fólks á neikvæðan hátt. Einkum sé ungt fólk viðkvæmt fyrir langtímaatvinnuleysi og er því mikilvægt að grípa til allra tiltækra ráða, til að brjóta upp óæskilegt lífsmynstur sem oft fylgir því að hafa ekkert fyrir stafni í lengan tíma.

 

Á Vesturlandi voru um miðjan desember 590 manns atvinnulausir, þar af 355 á Akranesi, 182 karla og konur án vinnu eru 173. Af þessum 355 eru 97 í einhverju hlutastarfi. Á aldrinum 16-26 ára eru 94 án atvinnu á Akranesi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is