Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. desember. 2009 02:02

Seinkun framkvæmda við Höfða vegna skilyrða Framkvæmdasjóðs

Þessarar vikurnar er unnið að lokahönnun viðbyggingar vegna stækkunar þjónusturýmis við dvalarheimilið Höfða á Akranesi. Styrkveitingu Framkvæmdasjóðs aldraðra til byggingarinnar, sem samþykkt var á fundi fyrir skömmu, fylgdu skilyrði sem uppfylla þarf við hönnun byggingarinnar. Í síðustu viku voru þau rædd á fundi þar sem meðal annars voru saman komnir fulltrúi félags- og tryggingamálaráðherra, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins, Magnús Ólafsson arkitekt og Guðjón Guðmundsson framkvæmdastjóra dvalarheimilisins Höfða. Guðjón framkvæmdastjóri sagðist í samtali við Skessuhorn vonast til að hönnun yrði lokið fljótlega upp úr áramótum, þannig að unnt yrði að bjóða verkið út fljótlega og hefja framkvæmdir seinni hluta vetrar. „Við þurfum að koma byggingunni upp fokheldri með vorinu, þar sem að rjúfa þarf þakið yfir núverandi samkomusal og það verður varla gert nema yfir sumartímann þegar vel viðrar,“ segir Guðjón.

 

 

Eins og áður hefur komið fram í Skessuhorni er það þjónusturými Höfða sem verður stækkað um 440 fermetra. Kostnaður við bygginguna og breytingarnar í heild munu losa 250 milljónir króna. Þar með talið er nýtt eldhús búið tækjum sem hleypir kostnaðinum mikið upp. Guðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri segir brýnt að eldhússaðstaðan batni, enda fari þeim sífellt fjölgandi sem nýta sér að fá matarbakka frá eldhúsinu á Höfða. 

Þá var samþykkt á fundi stjórnar Höfða í síðustu viku að undirbúa þarnæsta skref í stækkun heimilisins, þar er að segja þegar búið verður að stækka þjónusturýmið. Það er byggingu tíu herbergja álmu út frá fyrsta áfanga Höfða, svo hægt verði að leggja af tvíbýli á hjúkrunardeild. Guðjón á Höfða býst ekki við að byrjað verði á þeirri byggingu fyrr en í fyrsta lagi á árinu 2011.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is