Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. desember. 2009 11:01

Inga Elín er sundmaður Akraness

Sundfélag Akraness hefur valið Ingu Elínu Cryer 16 ára sundkonu sundmann ársins 2009. Inga Elín hefur átt stórkostlegt sundár og sett Íslandsmet bæði í stúlkna- og kvennaflokki; nú síðast á Evrópumeistarmóti í Istanbul þar sem hún bætti Íslandsmetið í 400 metra fjórsundi. Inga var einnig í boðsundssveit Íslands sem setti Íslandsmet í 4x50 metra skriðsundi.  Inga Elín varð þrefaldur Íslandsmeistari á árinu og fjórfaldur aldursflokkameistari. Hún náði frábærum árangri á Smáþjóðaleikunum á Kýpur, vann gull og setti Íslandsmet í 400 metra fjórsundi. Hún stóð sig einnig mjög vel á Evrópumeistaramóti unglinga í Prag þar sem hún setti Akranesmet í 800 metra skriðsundi. Á árinu setti hún tvö Íslandsmet, 12 stúlknamet og 21 Akranesmet, bæði í kvenna- og stúlknaflokki.

 

Inga Elín stundar sína íþrótt af miklum eldmóði og er mikil fyrirmynd annarra unglinga. Hún setur sér skýr markmið og leggur mikið á sig til að ná þeim, en alls æfir Inga Elín yfir 20 klukkutíma á viku, oft tvisvar á dag.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is