Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. desember. 2009 01:15

Bókað í bæjarstjórn vegna Sögu Akraness

Um langt skeið hefur verið unnið að ritun Sögu Akraness af Gunnlaugi Haraldssyni þjóðháttafræðingi. Ýmsum finnst ritunin hafa tekið langan tíma og verið kostnaðarsöm án þessa að stafur hafi komist á prent. Bæjarstjórn Akraness hefur jafnan orðið við því að bæta við fjárveitingum til verksins án þess að því fylgdi mikil umræða eða bókun í bæjarstjórn. Á bæjarstjórnarfundi í vikunni sem leið brá þó öðru við og ljóst að farið er að reyna talsvert á langlundargerð bæjarstjórnar.  

Karen Jónsdóttir formaður bæjarráðs lagði fram eftirfarandi bókun á bæjarstjórnarfundinum:

„Í rúm 10 ár hefur núverandi sagnaritari þegið greiðslur frá Akraneskaupstað, samtals að upphæð 73.337.692 kr. miðað við uppreiknaða vísitölu, fyrir það eitt að rita sögu Akraneskaupstaðar. Þau tæp fjögur ár sem ég hef setið hér sem bæjarfulltrúi hafa verið gerðir í það minnsta þrír samningar um verklok. Í gegnum tíðina hafa bæjarfulltrúar og nefndarmenn í góðri trú samþykkt/keypt þau rök sem sagnaritari hefur lagt á borð fyrir þá í þeirri trú að senn líði að verklokum. Nú er svo komið að ég hef misst alla tiltrú á orðum sagnaritarans og get því ekki greitt atkvæði með nýjum samningi,“ segir í bókun Karenar.

Bæjarstjórnin staðfesti samþykkt bæjarráðs og vísaði fjármögnun til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2009.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is