21. desember. 2009 11:03
Eftir nokkra ára hvíld á hefðinni fyrir jólaballi í Borgarnesi var sú hefð endurvakin um jólin í fyrra. Þá voru það foreldrafélög leikskólanna í Borgarnesi sem tóku sig saman og slógu upp vel heppnuðu jólaballi sem var opið öllum og var aðgangur ókeypis. Foreldrafélögin fengu þó góða hjálp frá ýmsum aðilum og með þeirra hjálp varð jólaballið ógleymanleg minning fyrir þá sem mættu, segir í tilkynningu frá félögunum. Nú í ár verður hefðinni haldið við með góðum stuðningi frá Lionsklúbbnum Öglu og Lionsklúbbi Borgarness, Menntaskóla Borgarfjarðar og mörgum góðum sjálfboðaliðum. Jólaballið verður í Mennta- og menningarhúsi Borgarfjarðar sunnudaginn 27. desember frá klukkan 11-13. Aðgangur er ókeypis, sungið og dansað kringum jólatréð og von er á góðum gestum sem gleðja börnin.
Útskiftanemar Menntaskóla Borgarfjarðar sjá um kaffisölu á staðnum. “Við hvetjum alla unga sem aldna að koma og eiga góða stund saman,” segir í tilkynningu frá foreldrafélögum Klettaborgar og Uglukletts í Borgarnesi.