22. desember. 2009 12:53
Stjórn meistaraflokks Snæfells, bæði kvenna- og karlaflokks í körfunni, gengst fyrir jólaballi á Hótel Stykkishólmi sunnudaginn 27. desember klukkan 15-17. Þar skemmtir hljómsveitin Meðlæti. Frítt er fyrir börn 5 ára og yngri, en 1000 kr. fyrir 6 ára og eldri. Þó er hámarksverð á fjölskyldu 2000 kr. Innifalið í miðaverði er Jólaball og veitingar. Hér er um ALVÖRU jólaball að ræða, segir í auglýsingu frá Snæfelli.