Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. desember. 2009 01:24

Brautskráð frá Fjölbrautaskóla Vesturlands

Útskriftarhópurinn ásamt skólameistara.
Ljósm. Guðni Hannesson.
Laugardaginn 19. desember voru 57 nemendur brautskráðir frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Af stúdentsbrautum voru brautskráðir 37 og 20 af iðnbrautum. Athöfnin fór fram á sal skólans. Fyrir athöfnina léku nemendur Tónlistarskólans á Akranesi og félagar í Skólahljómsveit Akraness. Athöfnin hófst með ávarpi Hörður Ó. Helgason skólameistara og því næst las Hafdís Fjóla Ásgeirsdóttir aðstoðarskólameistari annál haustannar 2009. Kristján Gauti Karlsson nýstúdent flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema. Nokkrir útskriftarnemar fengu verðlaun og viðurkenningar fyrir góðan námsárangur. (Nöfn þeirra sem gáfu verðlaun eru innan sviga).

Ásbjörn Egilsson fyrir góðan árangur í eðlisfræði, efnafræði og jarðfræði (Norðurál ehf Grundartanga). Fyrir góðan árangur í líffræði og náttúrufræði (Soroptimistasystur á Akranesi). Fyrir góðan árangur í félagsfræði og sögu (Þörungaverksmiðjan Reykhólum). Ennfremur hlaut Ásbjörn viðurkenningu fyrir bestan árangur stúdenta við brautskráningu í Fjölbrautaskóla Vesturlands á haustönn 2009.

Birkir Guðmundarson fyrir vel unnin störf að félagsmálum nemenda (Bókaútgáfan Uppheimar Akranesi). 

Davíð Magnússon fyrir góðan árangur í sérgreinum á húsasmíðabraut (Verkalýðsfélag Akraness).

Elsa Þorbjarnardóttir fyrir vel unnin störf að félagsmálum nemenda (Bókaútgáfan Uppheimar Akranesi). 

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir fyrir vel unnin störf að félagsmálum nemenda (Elkem Ísland, Grundartanga). 

Eyrún Jónsdóttir fyrir góðan árangur í sálfræði og uppeldisfræði (Íslandsbanki Akranesi).

Guðrún S. Sveinbjörnsdóttir fyrir góðan árangur í viðskiptagreinum (Endurskoðunarskrifstofa Jóns Þórs Hallssonar Akranesi) og fyrir góðan árangur í tölvufræði og upplýsingatækni (Nýi Landsbankinn Akranesi).

Harpa Jónsdóttir fyrir vel unnin störf að félagsmálum nemenda (Bókaútgáfan Uppheimar Akranesi). 

Ívar H. Sævarsson fyrir góðan árangur í tölvufræði og upplýsingatækni (Norðurál ehf Grundartanga)

Kristín Sandra Karlsdóttir fyrir góðan árangur í dönsku og ensku (Danska sendiráðið á Íslandi)

Kristján Gauti Karlsson fyrir góðan árangur í félagsfræði og heimspeki (Bókaútgáfan Uppheimar Akranesi).

Oddur Björn Jóhannsson fyrir góðan árangur í sérgreinum á húsasmíðabraut (Verkalýðsfélag Akraness). Oddur Björn hlaut einnig viðurkenningu fyrir bestan árangur nemenda í iðnnámi við brautskráningu á haustönn 2009. (Ína Dóra Ástríðardóttir og Katla Hallsdóttir).

Ragnar Harðarson fyrir góðan árangur í tölvufræði og upplýsingatækni (Elkem Ísland Grundartanga).

Skarphéðinn Magnússon fyrir vel unnin störf að félagsmálum nemenda (Rótarýklúbburinn Akranesi).

Þórarinn Halldórsson fyrir góðan árangur í sérgreinum á húsasmíðabraut (Verkalýðsfélag Akraness).

 

Í lok athafnar ávarpaði Hörður Ó. Helgason skólameistari útskriftarnemendur, árnaði þeim heilla og þakkaði þeim fyrir samveruna. Samkomunni lauk með því að gestir risu úr sætum og sungu Bráðum koma blessuð jólin eftir Jóhannes úr Kötlum við lag W. B. Bradbury. Gyða Bentsdóttir var forsöngvari. Tómas Ævar Ólafsson lék undir á gítar.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is