28. desember. 2009 11:34
Átta heilbrigðisstofnanir á Vesturlandi og norðvestanverðu landinu verða nú um áramótin sameinaðar undir Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Hin nýja stofnun hefur nú gert samning um að tengjast yfir víðnet hjá Símanum. Þetta gerir henni kleift að samnýta upplýsingakerfi sín og ná fram talsverðri hagræðingu. Að sögn Guðjóns S. Brjánssonar, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Vesturlands er öryggi gagna gríðarlega mikilvægur þáttur í starfseminni. “Nú fara gagnaflutningar Heilbrigðisstofnunar Vesturlands um einn miðlægan gagnaþjón og með því fæst einnig umtalsvert hagræði sem felst meðal annars í því að hafa alla aðgangsstýringu miðlæga.“
Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans segir Símann bjóða upp á sérsniðnar lausnir fyrir heilbrigðisgeirann og segir hann ánægjulegt að Heilbrigðisstofnun Vesturlands skuli ætla að nýta þá tækni sem fyrirtækið býður.
Á myndinni eru framkvæmdastjórarnir Guðjón Brjánsson og Sævar Freyr Þráinsson við undirritun samningsins.