Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. desember. 2009 11:52

Blóðug hópslagsmál á sveitaballi

“Hingað kom fjögurra manna hópur Skagamanna saman á bíl, buffaðir steraboltar eins og það er kallað, og höguðu sér afar dólgslega. Stofnuðu þeir til slagsmála og í rauninni má þakka fyrir að enginn stórslasaðist því slíkur var atgangurinn. Menn víluðu það ekki fyrir sér að standa uppi á borðum og sparka af alefli í höfuðið á næsta manni, enda fór einn gestanna nefbrotinn undir læknishendur,” segir Hafsteinn Þórisson, einn stjórnarmanna í Ungmennafélagi Reykdæla, en félagið stóð fyrir dansleik í félagsheimilinu Logalandi í gærkvöldi. Hafsteinn segir að þeir hafi verið fimm dyraverðirnir og samtals tíu starfsmenn á dansleiknum en hafi þrátt fyrir það mátt sín lítils gagnvart hegðun gestanna sem ekki voru þangað komnir til að dansa.

Allt upp í 20 gestanna hafi um tíma tekið þátt í í blóðugum slagsmálum þar sem menn skipuðu sér í fylkingar, en það er um tíundi hluti þeirra sem keyptu miða á dansleikinn. “Í hópi dyravarða voru tveir fílefldir heimamenn, vanir dyravörslu, og varð það okkur happs. Annar þeirra er að vísu illa farinn í andliti og mun hann leggja fram kæru á hendur árásarmönnunum.”  Lögregla var ekki á staðnum en þegar hún kom voru slagsmál afstaðin og óeirðaseggirnir farnir í burtu.

 

Að sögn vitna sem voru á dansleiknum var talsverð ölvun og eitthvað um fíkniefnanotkun. Þá sagði Hafsteinn það áberandi að svokallaðir orkudrykkir hafi verið notaðir til að blanda vínið og greinilegt væri að það færi illa í fólk.

 

Dansleikjahald endurskoðað

Jóna Ester Kristjánsdóttir er gjaldkeri ungmennafélagsins. Hún segir að sambærilegt ball hafi verið haldið í fyrra og hafi þá farið mjög vel fram og að gestir hafi verið fleiri. Hún segir ljóst eftir þessa reynslu í nótt að dansleikjahald verði endurskoðað í húsinu, enda ekki fólki bjóðandi að leggja líf og limi í hættu í sjálfboðaliðavinnu við slíkar aðstæður. “Starfsfólk mátti þakka fyrir að slasast ekki alvarlega enda engin virðing borin fyrir því af hálfu slagsmálahundanna. Húsgögn fóru illa og ætli það sé ekki um tugur stóla og nokkur borð ónýt eftir þessa uppákomu. Það er vissulega mjög leiðinlegt þegar svona kemur upp og það fannst ekki síst þeim gestum sem voru komnir til að skemmta sér, einkum stúlkunum sem margar voru í sjokki. Við munum fara yfir það í stjórn ungmennafélagsins hvort næsta ball sem við höldum verði ekki bara fyrir eldra fólk. Harmonikkudansleikur með kaffi og vöfflum,” sagði Jóna Ester Kristjánsdóttir. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is