Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
31. desember. 2009 10:05

Nýtt geldneytafjós tekið í notkun í Geirshlíð

Fyrstu kvígurnar nýkomnar í hús.
Þau eru ekki mörg fjósin sem byggð voru á árinu hér á landi. Í Geirshlíð í Flókadal var þó skömmu fyrir jól tekið í notkun nýtt geldneytafjós. Það er 400 fermetrar að flatarmáli auk haughúss undir hluta. Þar eru lausagöngu- og legurými með hálmi fyrir um 80 – 100 kvígur og kálfa. Pétur Pétursson og Hulda Hrönn Sigurðardóttir eru bændur í Geirshlíð. Pétur sagði í samtali við blaðamann að þrátt fyrir að umhverfið væri ekki hagstætt til bygginga nú þá hefði hann orðið að bæta aðstöðuna fyrir ungneytin. Hann hafi verið með kálfa og kvígur í fjóshlöðunni auk þess sem nágranni hans hefði hýst um 20 gripi. Í Geirshlíð hefur kúabúskapur verið stundaður í áratugi og ágætar kýr verið þar alla tíð. Fjós er fyrir um 30 mjólkandi kýr. Nú segist Pétur setja á alla kálfa og hugsanlega muni hann kaupa kálfa til að fylla nýja fjósið.

Fyrir tæplega þremur áratugum var refabúskapur stundaður í Geirshlíð. Pétur reif nú refahúsið sem stóð sunnan Geirsár og notaði burðarvirki og þakjárn í hluta nýbyggingarinnar. Þrátt fyrir það áætlar hann að kostnaður við bygginguna fari í um 20 milljónir króna.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is