Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. desember. 2009 05:53

Slit á samstarfi "Þjóðstjórnar" í Borgarbyggð

Oddvitar listanna sem nú hafa slitið samstarfi. F.v. Finnbogi, Bjarki og Sveinbjörn.
Í kjölfar stutts fundar sveitarstjórnarfulltrúa í Borgarbyggð  síðdegis í dag var samstarfi slitið. Oddvitar flokkanna þriggja sendu frá sér svohljóðandi yfirlýsingu: "Fulltrúar í sveitarstjórn Borgarbyggðar sem unnið hafa saman í svokallaðri “þjóðstjórn” undanfarna mánuði hafa ákveðið að slíta því samstarfi í ljósi þess að ekki hefur náðst samkomulag um áherslur við vinnu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2010."

Eins og fram kemur í fréttinni hér að framan, var ljóst í aðdraganda fundar í sveitarstjórn í dag að veruleg spenna lá í loftinu. Fyrir fundinn hafði að minnsta kosti í tvígang verið frestað ákvörðun um niðurskurð í fræðslumálum sem eru langfjárfrekasti þáttturinn í rekstri sveitarfélagsins. Samkvæmt heimildum Skessuhorns var ágreiningur bæði innan ákveðinna flokka sem eiga fulltrúa í sveitarstjórn sem og milli flokkanna um hversu langt ætti að ganga í fækkun grunnskóla í sveitarfélaginu. Nú er niðurstaðan semsagt sú að upp úr samstarfi Borgarlistans, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er slitnað og fyrir liggur að mynda þarf nýjan meirihluta í sveitarfélaginu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is