04. febrúar. 2010 12:26
“Nú í byrjun febrúar hefur u.þ.b. helmingur íbúa læknishéraðsins verið bólusettur við svínaflensu og hefur það gengið áfallalaust,” segir í frétt á síðu Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi. Þá segir að bóluefnabirgðir berist stöðinni nú með reglubundnum hætti og er ætlunin sé að bólusetja sem allra flesta á næstu vikum eins og sóttvarnarlæknir mæli með. “Nú hafa borist hátt í 500 skammtar af bóluefni og er fólk hvatt til að panta tíma í bólusetningu, en þeim verður fram haldið a.m.k. út þennan mánuð.”