14. febrúar. 2010 06:38
Björgunarsveitir Landsbjargar á sunnan- og vestanverðu landinu voru nú um klukkan 18 í kvöld kallaðar út ásamt þyrlu frá Landhelgisgæslunni til þess að leita að tveimur vélsleðamönnum sem urðu viðskila við hóp sleðamanna á Langjökli fyrr í dag. Slæmt veður er á svæðinu og mjög lélegt skyggni. Óvíst er hvort þyrla Gæslunnar geti athafnað sig á svæðinu vegna veðurs. Snjóbíla- og snjósleðasveitir björgunarsveitanna hafi meðal annars verið kallaðar út og eru þær nú á leið í útkall.