04. mars. 2010 08:01
Í Stykkishólmi hefur frá árinu 1981 verið starfandi félag kvenna sem heitir Embla. Í fyrstu var félagið stofnað sem deild úr Málfreyjusamtökum á Íslandi, ITC, sem voru aðilar að alheimssamtök Málfreyja sem heita nú Powertalk International. Á árinu 1989 sögðu Emblurnar í Hólminum sig úr Málfreyjunum og hafa síðan starfað sem menningar- og framfarafélag kvenna í Stykkishólmi. Forseti Emblufélagsins þetta árið er Magndís Alexandersdóttir frá Stakkhamri í gamla Miklaholtshreppi. Magndís var um langt skeið mikið í félagsmálum, einkanlega innan ungmenna- og íþróttahreyfingarinnar. Hún var um tíma í bæjarstjórn Stykkishólms og hefur sungið og starfað með Kór Stykkishólmskirkju frá því hún flutti til Stykkishólms 1975.
Í Skessuhorni sem kom út í gær er rætt við Magndisi um störf Emblanna.