04. mars. 2010 01:02
Í síðustu viku var púlsinn tekinn á umdeildu máli hér á vef Skessuhorns þegar spurt var: “Hver er skoðun þín á fyrningarleið í sjávarútvegi?”
Réttur helmingur þeirra 858 sem tók afstöðu sagði fyrningarleið í sjávarútvegi sjálfsagða. 15% sögðu að hún kæmi til greina en 7% var hlutlaus. Við svarmöguleikann “Frekar slæm” voru 3% en þeir sem töldu hana fráleita voru réttur fjórðungur, eða 25%.