05. mars. 2010 12:01
“Við félagskonur í Soroptimistaklúbbi Akraness þökkum öllum fyrirtækjum og einstaklingum á Akranesi og nágrenni sem keyptu hjá okkur pönnukökur á bóndadaginn.
Þessi viðskipti hafa gert okkur fært að styrkja m.a. Endurhæfingarhúsið HVER. Við Soroptimistar höfum stofnað Styrktarsjóð sem notaður er til námskeiðahalds, fræðslu og náms fyrir þá sem nýta sér þjónustu Endurhæfingarhússins HVER. Takk kærlega fyrir góð viðskipti og jákvætt viðmót. Við treystum því að við eigum ykkur að á bóndadaginn að ári.”
Fréttatilkynning frá Soroptimistaklúbbi Akraness.