08. mars. 2010 08:04
Nú er verið að leggja lokahönd á gerð árlegs fermingarblaðs Skessuhorns en það kemur út næstkomandi miðvikudag. Rætt er við fermingarbörn nú og áður, rifjuð upp skemmtileg atvik, siðir og venjur með því að tala við fermingarbörn sem eiga tugafmæli á þessu ári. Þá er listi yfir fermingarbörn á Vesturlandi, rætt við prest, tvíbura og þríbura, farið yfir skreytingar, hárgreiðslur og sitthvað fleira. Loks er starfsstéttinni meðhjálpurum gerð sérstök skil en meðhjálparar víða af Vesturlandi rifja upp endurminningar frá fermingardögum þeirra. Þetta og margt fleira í fermingarblaðinu 2010.
Þeir sem vilja koma að auglýsingum í fermingarblaðið er bent á að frestur til að panta pláss rennur út eftir hádegi í dag. Hafa skal samband við auglýsingastjóra í síma 433-5500 eða: palina@skessuhorn.is