11. mars. 2010 03:01
Á fundi bæjarstjórnar Akraness í fyrradag óskaði Sveinn Kristinsson bæjarfulltrúi eftir upplýsingum um lögfræðikostnað Akraneskaupstaðar á núverandi kjörtímabili. Sveinn vill að í upplýsingunum komi fram allar greiðslur vegna lögfræðikostnaðar, hvort sem um er að ræða greiðslur til einstaklinga eða lögfræðistofa. Hann vill vita hverjir hafi fengið ofannefndar greiðslur og vill jafnframt að kostnaðurinn verði flokkaður eftir árum frá 2006 til og með 2009. Þá óskar Sveinn eftir að lögfræðikostnaðurinn verði flokkaður eftir málefnum þannig að tilefnis sé getið við hverja greiðslu.