Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Smáauglýsingar

3ja herb Íbúð á Bifröst

3ja herb íbúð,, 65,4 fm. til leigu á Bifröst Íbúðin getur verið laus mjög fljótlega Upplýsing...
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. mars. 2010 11:48

"Vertu ekki að pína hana systur þína pattinn þinn"

Það höfðu ekki fæðst tvíburar í Borgarfirði í langan tíma þegar bóndann á Ferjubakka, Sumarliða Vilhjálmsson, dreymir að tvö móðursystkini hans, Pétur og Ólöf, vildu koma til að vera. Á þeim tíma hafði hann ekki hugmynd um að frúin væri ófrísk, hvað þá af tvíburum. 12. mars 1961 fæddust svo samtals þrjátíu merkur af börnum, 14 marka strákur og 16 marka stelpa, heima á Ferjubakka. Nýkomin í heimin tók frænka ein börnin í fangið og sagði við strákinn: “Vertu ekki að pína hana systur þína, pattinn þinn. Nöfnin Patti og Pína festust því við tvíburana sem í raun heita Pétur Ísleifur og Ólöf Sesselía, draumanöfnin með viðbót.

Þau fengu ætíð mikla athygli sem “tvíburarnir” sem þeim fannst óþægileg og gerði þau fremur feimin en hitt. Skólagangan var í Varmalandi og þar annaðist sr. Brynjólfur Gíslason í Stafholti í raun fermingarfræðsluna en sr. Leó Júlíusson fermdi þau að Borg. Ekkert samstarf var við börnin í Borgarnesi á þessum tíma. Litlu munaði að prestur mætti ekki sjálfur til fermingar því einhverra hluta vegna minnti hann að fermingin skyldi fara fram 8. júní en löngu áður hafði verið ákveðið að fermt yrði þann fyrsta sama mánaðar.

 

Sjá viðtal við tvíburana frá Ferjubakka í Fermingarblaði Skessuhorns sem kom út fyrr í vikunni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is