Í síðustu viku var kennsla í Tónlistarskóla Akraness með óhefðbundnum hætti og nemendum boðið upp á ýmis námskeið í stað hefðbundinna tónlistartíma. Sum námskeiðanna voru einnig opin utan skólans. Var þetta fjörleg dagskrá og ýmsar áskoranir. Meðal annars var haldið opið gömlu dansa ball í Tónbergi, þar sem nemendur komu saman og léku á ýmis hljóðfæri undir dansi. Var Danshópurinn Sporið fenginn til að taka þátt og hefja dansinn og marsera með nemendum, kennurum og gestum. Hringdans var einnig á dagskrá, við undirleik nemenda og kennara skólans. Hafði Jónína Erna Arnardóttir skólastjóri á orði að þetta þyrfti að vera árviss þáttur í skólastarfinu.