Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
1. október 2015 12:01

Enn um málefni Spalar

Gylfi Þórðarson svarar gagnrýni minni á Spöl í síðasta blaði og finnst ég reiða hátt til höggs. Hann gefur einnig í skyn að ég sé með ásakanir á hendur starfsmönnum Spalar. 

Ég reiddi hátt til höggs og ég hef fulla ástæðu til. Spölur hefur tvisvar reitt ansi hátt til höggs við mig með gangnahliðinu og munaði þar mjóu. Ég og bíllinn minn sluppum ósködduð í bæði skiptin, en það var mér sjálfri að þakka - ekki Speli.

Starfmenn Spalar hef ég aldrei ásakað um eitt né neitt og kann illa við að vera sökuð um slíkt. Það fór ekkert á milli mála að gagnrýni mín var ætluð forsvarsmönnum Spalar vegna rekstrar Hvalfjarðarganga þótt fulltrúi þess kjósi að persónugera málið og gera lítið úr viðskiptavininum, enda algeng varnarviðbrögð hjá einokunarfyrirtækjum.

 

Ástæður Spalar fyrir uppsetningu hliðanna eru ljósar, það er verið koma í veg fyrir að menn “svindli” á veggjöldunum. Svindlarar verða alltaf til. Flestir ferðamenn eru samt heiðarlegt fólk sem einfaldlega kann ekki á kerfið. Á því er hægt að ráða bót með góðum merkingum.

Öll ökutæki sem aka í gegnum göngin eru mynduð. Bílaleigur sem ég hef talað við gefa Speli fúslega upplýsingar um ökumenn bílanna svo hægt sé að rukka meinta svindlara. Hægt að fá leyfi til að nálgast upplýsingar um eigendur allra ökutækja sem skráð eru í Evrópu. Greiðsla skulda er háð heiðarleika þeirra sjálfra, en innheimta sekta á hvorki að vera á ábyrgð né kostnað fastra viðskiptavina.

Athugasemdirnar sem ég gerði standa enn. Á flestum þeirra er hægt að ráða bót ef áhugi Spalar er fyrir hendi.

* Það er óþarflega dimmt og oft skítugt í göngunum. Á því er hægt að ráða bót.

* Hliðin eru vægast sagt illa merkt þótt þau séu sýnilegri í myrkri en dagsbirtu. Á því er líka hægt að ráða bót.

* Hliðin eru foráttu óáreiðanleg (kannski illa forrituð) og ökumönnum óþægilegur og vondur farartálmi. Ég man ekki eftir svona óútreiknanlegum hliðgrindum erlendis. Á þessu vona ég að sé hægt að ráða bót, því lítil von er til að þau verði fjarlægð.

* Það eru engir kortalesarar við gagnamunnana til að flýta fyrir afgreiðslu og gera ferðafólki auðveldara að borga. Á þessu er hægt að ráða bót.

* Engar “mínar síður” eru á vef Spalar þannig að fólk geti fylgst með stöðu á veglyklum sínum. Slíkt kerfi gæti líka gefið Speli möguleika á að semja við bílaleigur um innheimtu veggjalda fyrir sig. Á þessu er hægt að ráða bót.

 

Og síðast en ekki síst; Spölur var ekki að gera almennum notendum greiða með því að koma þessum hliðum fyrir. Þar eru innheimtuhagsmunir fyrirtækisins í fyrirrúmi og Spölur hefur valið.

 

Jóhanna Harðardóttir, Hlésey.

 

Senda á Facebook
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is