Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
8. október 2015 14:08

Af milljarðamælum og fráhverfu

Stundum hellist pólitísk fréttaleti yfir mig, ég verð beinlínis fráhverfur líkt og Hákon Sturluson á Hjallkálseyri gerðist. Þá fylgist ég ekkert með því sem er að gerast, þá í raunverulegum fréttum það er að segja. En ég smelli þá frekar miskunnarlaust á hlekki sem innihalda krassandi titla þar sem einhver er nýbúinn að missa 400 kíló, hryllilegt atvik í leikfangabúð, ótrúlega dónalegt fólk á förnum vegi og les allar athugasemdir þar, hundur týndur - deili því með glýju í augunum yfir krúttmúsinni. Ég gerist sekur um að smella á misvísandi fyrirsagnir í gríð og erg, sérstaklega þær sem eru orðaðar á óljósan og áhugahvetjandi hátt. Skaftárhlaup fékk sína meðferð á smelludólgnum, vísað í gamla frétt en orðalagið var eins og það væri núverandi hættuástand. Ég smellti sjálfsögðu á það. Allt í lagi, fréttamenn verða víst að hafa í sig og á, ætli þeir vinni á akkorði? Drita út fréttum, miskönnuðum og heimildaröflun lítil sem engin, Facebook-væðing fréttamiðla er kannski vaxandi fyrirbæri og ekkert við það að sakast svo sem. Þetta þarf allt að passa fyrir snjallputtasíma og ekki of lengi að hlaðast, ef fréttin er komin í það að vera málsgreinaskipt þá sleppi ég að lesa hana. Það fer of mikill tími í að lesa það, ég er meira svona topp 10 lista maður eins og Sigmar Kastljósmaður var með á X-inu í gamla daga. 

 

Ég kann nefnilega að meta slíka vinnu, því eftir sem frásögnin verður safaríkari því fleiri smelli fær hún frá mér. Smelludólgar vefmiðlanna eru vinir mínir. Ég gerist viljandi fórnarlamb þeirra, ég skrolla stundum yfir bága fjárhagsstöðu mikilvægrar ríkisstofnunnar og jafnvel yfirvofandi verkfall þjónustustéttar en ég skoða fyrir og eftir myndir af einhverri stjörnunni. Aðrir munu örugglega lesa þessar fréttir og matreiða þetta ofan í mig. Ég er mjög hrifinn af samantektum og á auðvelt með að taka afstöðu. Reyndar finnst mér besta frétt vikunnar um OR og mælana. Ég las hana alla en var engu nær, líkt og talsmenn OR. Fréttamaðurinn hefði ekki getað skáldað fyrirsögnina, hún er það góð. Annars er mér orðið sama um þetta mælamál, ekki nema 7,1 milljarðar fór í leigu og kaup á þeim aftur.

 

En varðandi tíðrædda fréttalesturshegðun fólks, þá slæðist ein og ein alvöru óveðursfrétt í mest lesnu fréttir vikunnar þegar veturinn er kominn til að setja sveitarfélögin í bága stöðu og sprengja fjárheimild Vegagerðarinnar með ofankomu. Því það vilja allir vita hvenær þeir geta verið komnir á áfangastað og vilja sjá hvort einhver óþokki í Vegagerðinni sé búinn að loka veginum. En á meðan ég hneykslast yfir biðröðinni fyrir utan kleinuhringjastað og annars konar vestrænni klósettmenningu, er ég virkur í athugasemdum og stend mig mjög vel í leiðréttingu á orðfari og vali blaðamanna um hvað sé fréttnæmt, þá er oftar en ekki spurt; ,,Djísus kræst, er þetta frétt?”

 

Kveðja,

Axel Freyr Eiríksson, Borgarfirði.

 

Senda á Facebook
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is