Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. október 2015 13:56

Hverjir eru kostirnir í hausaþurrkuninni?

Því verður ekki neitað að skrítin og sennilega fordæmalaus staða er uppi í skipulagsmálum á Akranesi. HB Grandi, sem nýlega tók við rekstri Laugafisks, hefur óskað eftir breytingu á deiliskipulagi á Breiðinni.  Með þeirri breytingu vill fyrirtækið sameina rekstur Laugafisks undir einu þaki og auk þess stórbæta vinnsluaðferðir þannig að lyktarmengun af fiskþurrkun heyrir vonandi sögunni til. Þessar fyrirhuguðu breytingar eru að flestra mati löngu tímabærar enda óumdeilt að betur hefði mátt standa að vinnslunni í höndum fyrri eigenda.

 

Þessar fyrirhuguðu breytingar hafa þó mætt nokkrum mótbyr, sérstaklega hjá sumum íbúum á Neðri-Skaga sem búa í næsta nágrenni við núverandi vinnsluhús Laugafisks. Í anda umræðuhefðar okkar Íslendinga hafa stór orð fallið en nokkuð hefur skort á umræðu um þá kosti sem íbúar Akraness standa frammi fyrir í þessu máli.

 

Einn kosturinn, sem nánast aldrei hefur verið ræddur, er hvað gerist ef bæjarstjórn Akraness hafnar beiðni HB Granda um áðurnefndar breytingar? Hvað tekur þá við?

 

Því er til að svara að Laugafiskur hefur vinnsluleyfi með núverandi húsakosti til 1. febrúar 2016. Væntanlega verður óskað eftir endurnýjun þess vinnsluleyfis. Ekki er ólíklegt að fallist verði á framlengingu vinnsluleyfisins, svo sem gert hefur verið áður, enda þarf afar ríkar ástæður til þess að fella slíkt vinnsluleyfi úr gildi. Þær ástæður virðast þrátt fyrir allt ekki vera fyrir hendi.

  

Annar möguleiki er sá að bæjarstjórn Akraness breyti deiliskipulagi á þann hátt að fiskþurrkun verði bönnuð á því svæði sem núverandi fiskþurrkun fer fram á. Þá kæmi hugsanlega upp sú staða að Akraneskaupstaður þyrfti að kaupa upp vinnsluhúsin ásamt því að greiða fyrirtækinu bætur fyrir það fjárhagstjón sem það yrði fyrir við slíka lokun rekstrar. Ekki treysti ég mér til þess að áætla þann kostnað en hann er verulegur og mun meiri en ég tel verjandi fyrir bæjarfélagið. Að auki myndi talsverður fjöldi starfa tapast.

 

Það er því kaldhæðni örlaganna að verði komið í veg fyrir fyrirhugaðar skipulagsbreytingar mun það í besta falli skila íbúum óbreyttu ástandi en í versta falli miklum kostnaði fyrir bæjarsjóð.

Það er því mjög áríðandi að íbúar og kjörnir fulltrúar þeirra hafi alla kosti í huga ásamt heildarhagsmunum bæjarfélagsins alls þegar kemur að endanlegri afgreiðslu málsins. Yfirvegun er besta veganestið þegar kemur að skipulagsmálum enda ekki tjaldað til einnar nætur þegar að þeim málum kemur.

 

Þráinn E. Gíslason

Höf. er fyrrverandi fulltrúi í skipulagsnefnd Akraness

 

Senda á Facebook
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is