Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
4. janúar 2016 16:49

Klukkan

Skoðanir

Margir hafa skoðanir á mörgu, sumir fáu og enn aðrir þykjast ekki taka afstöðu til nokkurs hlutar. Eflaust má að einhverju leyti flokka þetta undir mannlegt eðli, hluta af vitsmunum okkar og skynjun. Stundum gerist það á stuttum tíma að skoðanir fólks eða viðhorf breytast mjög hratt, oft til góðs, stundum til bölvunar. Samfélög átta sig á því að „rótgróin viðhorf“ hafa verið ranglát eða heimskuleg og skipta um skoðun ef svo má segja. Þannig hafa viðhorf til minnihlutahópa færst til frjálsræðisáttar á Íslandi undanfarna áratugi sem er vel. Sumt virðist þó enn eiga eftir að verða að viðhorfi eða „sameiginlegri sýn“ hjá þjóðinni. Menn vita ekki enn fyllilega hvað þeim á að finnast um ýmis mál. Þannig hafa útlendingar verið fátíðir á Íslandi í gegnum aldirnar en eru nú út um allar koppagrundir ýmist sem helsti drifkraftur efnahagslífsins og þannig gott innlegg í nútíma neyslusamfélag (erlendir ferðamenn, markríll) eða stórfengleg ógn. Ógn eru útlendingar í sumra huga þegar þeir heita lúpína eða Muhammad og vilja setjast hér að eða þegar þeir ferðast um landið í rútum og þurfa að ganga örna sinna fleiri en tíu saman. Líkast til mun þjóðin velta þessu fyrir sér enn um stund og móta síðan „viðhorf“ sín og sættast við hið nýja og breytta í heiminum.  Þannig er rás tímans.

 

 

Vísar klukkunnar

Sumt af því sem endrum og eins dúkkar upp í umræðu manna á meðal á Íslandi og skoðanir eru skiptar um er undarlegt að mér finnst. Undir þennan hatt fellur lestin góða sem fyrst um sinn skildi bruna um landið þvert og endilangt (í upphafi 20. aldar) en hefur síðustu áratugi farið um skemmri veg, oftast „útá völl“. Annað sérstaklega áhugavert efni er tal um klukkuna og vísa hennar.

Alltaf skal þessi umræða koma upp aftur og aftur og hópur manna hafa fjarstæðukenndar hugmyndir um ljós og klukku. Jafnvel fólk sem búið hefur á Íslandi alla sína ævi og orðið er miðaldra getur sett fram hugmyndir um hvernig breyta megi myrkri í ljós og ljósi í myrkur með því að fikta í vísum klukkunnar. Þetta kemur mér í hug nú í skammdeginu, fimm mánuðum áður en hér verður bjart allan sólarhringinn. Eftir þrjá mánuði er bjart í 12 tíma og myrkur í 12…svona um það bil. Ofan í þrönga firði verður sól ekki troðið með því að færa klukkuvísana. Samt vilja menn skoða þetta. Jafnvel þingmenn sem misst hafa af tækifærinu til berjast fyrir rímkuðum heimildum til áfengiskaupa eða eyðingu lúpínu í hendurnar á einhverjum kollega sinna taka málið upp endrum og eins.

 

Ábyrgð fylgir orðum

Skyldi það þá ekki vera eins með annað sem er okkur fjær? Má okkur ekki vera það ljóst að mannlegt eðli er hið sama hvar sem við stöndum. Sumir hafa aðlagast heitu loftslagi, aðrir köldu en sumir búa í köldum löndum eða heitum án þess að una þar hag sínum nokkurn tíma. Þegar við myndum okkur skoðun á því sem er okkur framandi þurfum við kannski að leggja meira á okkur en í dags daglegu kjaftaþvargi þar sem menn geta sagt það sem þeim dettur í hug af því umræðan er hvort eð er innantóm og til þess gerð að láta tímann líða hraðar en í þögninni. Við ættum ekki að ráðast af heift til atlögu við fólk sem við vitum ekki mikil deili á, gerast „vinveitt innrásarþjóð“ í ríki sem fáir Íslendingar vita hvar liggur á jarðarkringlunni. Þetta gildir sennilega um okkur öll, hvar sem við búum á móður jörð. Og hefur líkast til gert lengi óháð vísum klukkunnar. Af því við erum öll hvort öðru lík.

 

Finnbogi Rögnvaldsson.

 

Senda á Facebook
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is