Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
6. janúar 2016 14:01

Fjárhagsáætlun ársins 2016

Á síðasta bæjarstjórnarfundi ársins 2015 var fjárhagsáætlun ársins 2016 samþykkt. Við bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar ákváðum að sitja hjá við þá atkvæðagreiðslu. Það þýðir ekki endilega að okkur þyki þessi áætlun ómöguleg með öllu, í henni er margt jákvætt og þarft eins og viðhald á sundlaugarsvæðinu við Jaðarsbakka, framkvæmdavinna á Sementsreitnum o.fl.

Í áætluninni voru hins vegar nokkur atriði sem okkur þóttu gagnrýni verð. Fyrst skal nefnt að gert er ráð fyrir að 30 milljónum af framkvæmdafé bæjarins verði varið í uppbyggingu á heitri laug, svokallaðri Guðlaugu við Langasand. Varðandi þessa framkvæmd teljum við eðlilegra að byrjað sé á að skoða hvað rekstur á slíkri laug kosti til framtíðar fyrir bæjarsjóðinn áður en ákveðið er að fara í framkvæmd á lauginni.  Við erum ekki að segja að við séum á móti framkvæmdinni sem slíkri þar sem við teljum að Guðlaug myndi sóma sér vel við Langasand og eflaust draga fjölda fólks að sandinum. Við teljum það hins vegar ekki vera ábyrga fjármálastjórn að byrja á framkvæmdum og skuldbinda bæinn þannig til ófyrirsjáanlegra fjárútláta, án þess að vita hvað reksturinn á lauginni muni kosta til framtíðar.  Ekki er mikill afgangur af rekstrarfé bæjarsjóðs og nú þegar er skortur á fé til nauðsynlegs viðhalds á húsnæði og lóðum sem kaupstaðurinn á eins og íþróttahús, skólabyggingar og skólalóðir. Þess vegna teljum við óráðlegt að fara nú í framkvæmdir sem líklegt er að muni þyngja rekstur bæjarsjóðs enn frekar til framtíðar, ráðlegra væri að nýta það fé sem handbært er til fjárfestinga í framkvæmdir sem líklegar væru til að létta á rekstri bæjarsjóðs.

Annað sem veldur okkur áhyggjum er að ekki er gert ráð fyrir neinum fjármunum í áframhaldandi vinnu við nýtt sambýli þó svo þörfin sé til staðar. Nú þegar eru komnar nokkrar umsóknir um búsetu í sambýli og eins og staðan er í dag getum við ekki boðið upp á slíka búsetu.  Þó svo ekki séu komnar það margar umsóknir að hægt sé að fylla heilt sambýli er nauðsynlegt að halda áfram með þá vinnu sem hófst á þessu ári, ákveðið verði hvar skuli setja niður nýtt sambýli og hafin verði hönnunar- og/eða framkvæmdavinna við það.

 

Við viljum að lokum óska Skagamönnum gleðilegs og farsæls nýs árs og við hlökkum til að vinna áfram að góðum verkum fyrir bæinn okkar.

 

Ingibjörg Valdimarsdóttir og Valgarður Lyngdal Jónsson bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar á Akranesi.

 

Senda á Facebook
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is