Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
2. mars 2016 14:17

Hvað veist þú sem foreldri um sexting?

Sexting er orð sem samanstendur af orðunum „sexual“ og „texting“. Um er að ræða kynferðisleg smáskilaboð, oft ljósmyndir sem sýna nekt, ögrandi stellingar, kynfæri eða eru með kynferðislegum undirtóni. Oftast eru þessi skilaboð send í trúnaði á eina manneskju en raunin er sú að sexting myndir fara mjög oft á flakk og talið er að um 90% af kynferðislegu efni sem fer á netið fari á flakk.

 

 

 

Af hverju sexting?

Manneskjan hefur alltaf fundið leið til þess að tjá sig kynferðislega í samskiptum og eru unglingar þar engin undantekning. Með örri tækniþróun þá verður það bæði aðgengilegra og auðveldara. Ýmsir aðrir þættir eru nefndir sem geta ýtt undir það að unglingar stundi sexting og má þar nefna lágt sjálfsmat, þrýsting frá jafnöldrum eða öðrum, jafnvel ókunnugum. Samkvæmt könnun Saft (saft.is) 2013 þá höfðu tæplega 10% unglinga í 6.-10. bekk sent einhverjum sem þau höfðu aldrei hitt mynd eða myndband af sér á sl. 12 mánuðum! Í USA stunda 50% ungmenna sexting og 25% þeirra áframsenda þær myndir sem þeir fá á þriðja aðila eða dreifa enn þá lengra. Þegar íslenskir unglingar eru spurðir hvort þeir séu beittir þrýstingi að senda af sér nektarmyndir eða myndir í ögrandi stellingum svara 7% unglinga í 8. bekk játandi, 12% unglinga í 9. bekk og 14% unglinga í 10. bekk. Allt eru þetta tölur frá því 2013 og tilfinningin er sú að þetta hafi aukist, jafnvel mjög mikið!

 

Er hefndarklám það sama og sexting?

Sexting getur orðið að hefndarklámi ef sá sem fékk það sent t.d. frá kærustu/kærasta í trúnaði nýtir sér það í hefndarskyni og sendir áfram/dreifir til þess að ná sér niður á eða til að niðurlægja. Þetta getur síðar leitt af sér gróft einelti og áreitni.

 

Er sexting ,,barnaklám“?

Í 210.gr. Almennra hegningarlaga segir: ,,Hver sem flytur inn, aflar sér eða öðrum, eða hefur í vörslu sinni ljósmyndir, kvikmyndir eða sambærilega hluti sem sýna börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum ef brot er stórfellt“. Þó börn séu börn til 18 ára aldurs eru börn á aldrinum 15-18 ára sakhæf samkvæmt almennum hegningarlögum. Það þýðir að börn á þessum aldri eru talin bera ábyrgð á gerðum sínum og hægt er að refsa þeim ef þau brjóta gegn refsilögum. Klámfengnar myndir af einstaklingi undir 15 ára er barnaklám!

 

Netið gleymir engu!

Það sem einu sinni hefur ratað á netið verður ekki aftur tekið. Það er nánast engin leið að stöðva dreifingu sem komin er af stað og mjög erfitt að finna þá sem standa fyrir dreifingunni. Þó margir haldi að þetta sé bara inni í litlum hópi þá þarf bara einn til að dreifa inn á síðu sem síðan dreifir á mörg þúsund notendur. Þessi mál eru lögreglunni erfið þar sem myndirnar eru oftast vistaðar á erlendum síðum.

 

Hvaða get ég sem foreldri gert?

Foreldrar þurfa að afla sér upplýsinga og tala opinskátt við börn sín um siðferði og samskipti, hvort sem er á netinu eða í daglega lífinu. Þeir þurfa að vera ófeimnir við að taka umræðuna um kynhegðun og kynheilbrigði við börnin. Það er á ábyrgð foreldra að ala upp einstakling með sterka sjálfsmynd, einstakling sem getur greint muninn á réttu og röngu. Rannsóknir hafa sýnt að unglingar sem eiga í góðum samskiptum við foreldra sína láta síður undan hópþrýstingi og eru sjálstæðari og gengur að jafnaði betur í lífinu. Tölum saman!

 

Heiðrún Jansuardóttir

Höf. er verkefnisstjóri æskulýðs- og forvarnamála á Akranesi og fulltrúi í Saman-hópnum.

 

Á þessum vef er hægt að hlusta á fyrirlestur Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur og Vodafone um sexting: ,,Ber það sem eftir er - um sexting, hrelliklám og netið“ https://www.youtube.com/watch?v=vladV1NHvqo

 

Senda á Facebook
Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is